Þaggað niður í fólki með hræðsluáróðri!

 

Á að nota það að hræða fólk bara nógu mikið svo það hætti að tuða???? 

Það er vitað mál að einhverjir létust þegar það var verið a prufa lyfið, örfáir! Hverfandi líkur eru á að fólk fái hættulegar aukaverkanir.

Held að fyrst þeir eru að slá þessu fram að þeir ættu að setja Nákvæmar tölur á því hversu margir í heiminum hafa fengið lyfið og hversu margir hafa látist OG einnig hvort það sé 100% víst að það hafi verið af völdum Tysabri! 

Ófaglegt af þessum lækni að skella þessu bara fram, í þeim tilgangi að hræða fólk sem vill leita réttar síns og berst við alvarlegan sjúkdóm.

Við viljum vita hvernig fólk er flokkað og afhverju sumir fá lyfið en aðrir ekki. Eru þeir þá ekki að gefa þeim lyfið sem þeir vilja ekki að deyja? Ef þeir telja að þurfi að sýna meiri varfærni í Tysabri gjöf vegna dauðsfalla sem urðu, afhverju eru þeir þá yfirhöfuð að gefa 45 manneskjum það? Ég bara spyr! 

Ég krefst þess að það komi upp á yfirborðið afhverju sumir fengu já við Tysabri-gjöf í nóvember en skyndilegt nei í mars!! 

Hvað er í gangi???


mbl.is Björn Zoëga: Færri fengu tysabri vegna dauðsfalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virðingarleysi og mannréttindabrot!

Í fréttatíma á Rúv og Stöð2 í gærkvöldi var sagt frá máli systur minnar Lindu og Hauks. Viðtölin við þau hvet ég alla til að horfa á.

Málið snýst einfaldlega um það að í nóvember 2008 fengu þau jákvætt svar frá nefndinni sem ákveður og metur hver uppfylli skilyrðin sem sett eru fyrir því að fólk geti hafið meðferð á lyfinu TYSABRI. 

Þeim var tjáð að meðferð gæti hafist í jan/fe. En EKKERT gerðist. Núna í vikunni fengu þau skyndilega nýjar fréttir. Nefndin hafði breytt svari sínu úr já í nei á nokkurra skýringa. 

Útskýringar landlæknis hérna í þessari frétt skýra ekki mál þeirra tveggja. 

Málið er háalvarlegt að mínu mati, að gefa fólki von með jákvæðu svari að láta fólk hætta á öðru lyfi (en það þarf að vera lyfjalaus í nokkra mánuði áður en tysabri-gjöf hefst) og segja því að hvað á hverju muni meðferð hefjast á nýja lyfinu og kippa því svo voninni og því sem LOFAÐ var í burtu er mannréttindabrot! 

Eiga yfirvöld að komast upp með þetta? NEI ekki að mínu mati, þau skulu fá að svara fyrir þetta! mannréttindabrot og virðingaleysi við lífinu! 

Ég hvet alla til að horfa á þessar tvær fréttir á visir.is og ruv.is fréttatímarnir í gærkvöldi 20. mars


mbl.is Skortur á aðstöðu hamlar tysabri-gjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband