23.3.2009 | 17:13
Þaggað niður í fólki með hræðsluáróðri!
Á að nota það að hræða fólk bara nógu mikið svo það hætti að tuða????
Það er vitað mál að einhverjir létust þegar það var verið a prufa lyfið, örfáir! Hverfandi líkur eru á að fólk fái hættulegar aukaverkanir.
Held að fyrst þeir eru að slá þessu fram að þeir ættu að setja Nákvæmar tölur á því hversu margir í heiminum hafa fengið lyfið og hversu margir hafa látist OG einnig hvort það sé 100% víst að það hafi verið af völdum Tysabri!
Ófaglegt af þessum lækni að skella þessu bara fram, í þeim tilgangi að hræða fólk sem vill leita réttar síns og berst við alvarlegan sjúkdóm.
Við viljum vita hvernig fólk er flokkað og afhverju sumir fá lyfið en aðrir ekki. Eru þeir þá ekki að gefa þeim lyfið sem þeir vilja ekki að deyja? Ef þeir telja að þurfi að sýna meiri varfærni í Tysabri gjöf vegna dauðsfalla sem urðu, afhverju eru þeir þá yfirhöfuð að gefa 45 manneskjum það? Ég bara spyr!
Ég krefst þess að það komi upp á yfirborðið afhverju sumir fengu já við Tysabri-gjöf í nóvember en skyndilegt nei í mars!!
Hvað er í gangi???
Björn Zoëga: Færri fengu tysabri vegna dauðsfalla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég fékk já við að fá lyfið áður en það kom út en svo þegar það gerðist fékk ég nei. Ég stið okkur öll heilshugar og vona að umræðan verðu nógu mikil svo að við öll fáum lyfið, ekki bara þeir ungu og nýgreindu heldur við öll. Ég vona að ég teljist enn ung þar sem að ég er 33 ára og greindist fyrir rúmum 13 árum síðan.
Kveðja Hulda Sigurðardóttir
Hulda Sigurðardóttir, 25.3.2009 kl. 17:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.